Ökunám á netinu

Ekki láta fjarlægð eða tímaleysi koma í veg fyrir ökunám. Með fjarnámi Ökunets ertu í höndum fagmanna með áratuga reynslu.

Ökunám á þínum tíma

Námsvefur Ökunets gerir þér kleift að fara í gegnum ökunámið hvenær sem þér hentar, hvar sem þú ert.

R

Ökuskólinn Ökunet

Ökunet er ökuskóli sem byggir á traustum grunni með virku samstarfi sínu við Ökuskólann í Mjódd og reynslumikla starfandi ökukennara.

Almenn ökuréttindi

Almenn ökuréttindi (B) veita heimild til að aka:

N

Fólksbifreið með heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns

N

Sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna

N

Fólksbifreið eða sendibifreið með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að heildarþyngd

N

Fólksbifreið eða sendibifreið með tengdan eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins

N

Dráttarvél

N

Vinnuvél (má ekki vinna á hana nema hafa öðlast sérstök vinnuvélaréttindi)

N

Léttu bifhjóli (skellinöðru, 50cc)

N

Bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum

N

Torfærutæki s.s. vélsleða, torfærubifhjóli

Nokkrar algengar spurningar

Ertu með spurningu sem þú finnur ekki hér?

Ef þú ert með spurningar eða athugasemdir í sambandi við ökunám eða skólann ekki hika við að hafa samband!

Hvenær má hefja fræðilegt ökunám?

Þegar einstaklingur hefur náð 16 ára aldri má viðkomandi panta tíma hjá ökukennara og skrá sig í ökuskólann og hefja fræðilegt nám. Ljúka þarf minnst einum ökutíma áður en fræðilega ökunámið hefst.

Er einhver hámarks- eða lámarkstími til að klára ökuskólann?

Samkvæmt reglum Samgöngustofu er hámarkstími til að taka námskeiðið 30 dagar.

Er fjarnámsvefurinn bara opinn á daginn?

Nemendur geta farið inn á námsvefinn allan sólarhringinn.

Er hægt að falla í ökuskólanum?

Ljúka þarf öllum prófum/viðfangsefnum með lágmarksárangri til að útskrifast úr ökuskólanum.

Hvernig er greitt fyrir námið?

Greitt er fyrir námskeiðið um leið og einstaklingur skráir sig inn í ökuskólann. Mögulegt er að greiða með greiðslukorti eða millifæra inn á reikning Ökuskólans Ökunets ehf.

Hvernig get ég leitað eftir aðstoð á námskeiðinu?

Þú getur alltaf rætt við ökukennarann þinn og þið skoðað í sameiningu tiltekin atriði eða verkefni. Einnig geturðu haft samband við netökukennarann með því að senda póst á netfangið nam@tolvutengt.is.

Hvað kostar námskeiðið?

Byrjaðu núna!

Skráðu þig í ökunám hjá okkur og þú getur byrjað strax í dag.

 

Nánar um ökunámiðSkrá mig í ökunám